Suðureyri aflahæsta verstöðin í síðustu vikuSuðureyri var aflahæsta verstöð Vestfjarða í síðustu viku samkvæmt upplýsingum Fiskifrétta. Þar komu alls liðlega 62 tonn að landi, en í Bolungarvík rúmlega 57. Á Ísafirði komu tæplega 52 tonn að landi og tæplega 38 tonn á Patreksfirði. Á Tálknafirði og Flateyri kom lítið sem ekkert sjávarfang að landi í síðustu viku, 2,2 tonn á Flateyri og hálft tonn á Tálknafirði heimild bb.is myndir þorgeir