28.12.2007 15:19

Nýtt aflaverðmætismet isfisktogara Gunnvarar H/F


  1. Mynd .þorgeir Baldursson  Heimild BB.is
Stefnir í met á Páli og StefniÚtlit er fyrir að tvö af skipum Hraðfrystihússins ? Gunnvarar slái met í aflaverðmæti á því ári sem nú er að líða. Aðspurður um málið segir Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri HG, að búist sé við því að heildarverðmæti afla af Páli Pálssyni ÍS verði um 550 milljónir í ár, en til samanburðar má geta þess að í fyrra var aflaverðmætið af Páli 460 milljónir. Þá er reiknað með því að aflaverðmæti Stefnis ÍS verði 440 milljónir króna samanborið við 330 milljónir í fyrra. ?Þetta er töluverð aukning sem við erum auðvitað ánægðir með. Aukninguna má rekja til verðhækkana en eins og allir vita sem á annað borð fylgjast með þessum málum hefur aflaverðmæti á erlendum mörkuðum verið í hæstu hæðum að undanförnu. Gengisskráningin hefur þó orðið til þess að við höfum ekki notið þessara verðhækkana að fullu?, segir Sverrir.

Verðmæti aflans af flaggskipi Ísfirðinga, Júlíusi Geirmundssyni, hefur ekki verið jafn mikið í ár og í fyrra. Útlit er fyrir að verðmætið verði um 830 milljónir króna í ár samanborið við um 900 milljónir í fyrra. Júlíus var 3 vikur í slipp í sumar og því minna að veiðum en í fyrra, en þar að auki segir Sverrir að gengisskráningin komi beinna við Júlíus en önnur skip félagsins. Sverrir segist einnig búast við því að næsta ár verði félaginu erfitt vegna skerðingar þorskaflamarks.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is