19.02.2008 07:38

Seiglubátar sigla til Noregs

Eftir Hjört Gíslason Myndir þorgeir Baldursson 19. febrúar 2008 07:56:57  © fleiri myndir i myndaalbúmi i dag

hjgi@mbl.is ?ÞETTA eru alveg hörkubátar og þola bræluna vel. Það er frekar að mannskapurinn þoli hana illa. Okkur varð að minnsta kosti ekki svefnsamt í látunum milli Raufarhafnar og Færeyja. Ég held maður reyni þetta ekki aftur í febrúar,? sagði Páll Steingrímsson, skipstjóri í samtali við Verið í gær.

Páll var þá nýlega farinn frá Færeyjum, en hann er með annan af tveimur smábátum, 15 tonna, frá Seiglu á Akureyri, sem verið er að ferja til kaupenda í Norður-Noregi.

Þeir fóru frá Raufarhöfn áleiðis til Færeyja á fimmtudagsnóttina og hrepptu hið versta veður. En hvernig gekk?

Þetta eru hörkubátar

?Þetta gekk, við vorum 28 tíma á leiðinni. Við fengum þvílíka brælu á okkur að það var alveg hrikalegt. Þetta eru hörkubátar og maður hefði varla trúað því að hægt væri að bjóða þeim veður og sjó eins og var á leiðinni til Færeyja. Þeir fóru aldrei undir 10 mílna ferð. Við hefðum átt að vera 19 til 20 tíma á leiðinni í þokkalegu veðri. Bátarnir þoldu þetta vel en mannskapurinn var orðinn anzi lemstraður því það var enginn svefnfriður á leiðinni.

Við þurftum svo að bíða af okkur haugabrælu í Færeyjum en núna á mánudag er veðrið fínt og við erum að keyra á þetta 17 til 18 mílum. Við gerum ráð fyrir að vera í Álasundi á þriðjudagsmorgun og þaðan verður svo haldið norður með Noregi til Vannvåg í Lófóten, en þaðan verða bátarnir gerðir út. Alls er siglingaleiðin um 1.000 mílur.?

En er ekki óvarlegt að sigla svona litlum bátum yfir Atlantshafið að vetri til?

?Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur á þessum árstíma. Við erum reyndar í mjög góðu sambandi við Nesradíó, sem hringir í okkur tvisvar á dag. Þeir vita alveg af öllu okkar ferðalagi og láta okkur vita um leið og veðrabreytingar eru í vændum. Þeir náðu til dæmis að vara okkur við storminum sem gekk yfir Færeyjar um helgina, svo að við biðum það veður af okkur.

Maður er búinn að prófa þetta. Þegar maður er vanur að vera á 3.000 til 8.000 tonna skipum eru viðbrigðin mikil. Það er öðruvísi að fara á 15 tonna bát yfir hafið. Það er mikill munur,? sagði Páll Steingrímsson.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is