11.04.2008 08:26

Siggi Þorsteins IS 123


                                          ©mynd Þorgeir Baldursson  2008
Gísli H. Hermannsson, forsvarsmaður FiskAra í Súðavík, segir að fréttir Ríkisútvarpsins af fyrirtækinu séu úr lausu lofti gripnar. Fullyrt var á vef útvarpsins að engin vinnsla eða veiðar hefðu farið fram hjá fyrirtækinu síðan í febrúar og að laun hefðu ekki verið greidd í einhvern tíma. Þá var sagt að samkvæmt heimildum rambaði fyrirtækið á barmi gjaldþrots ?Ég kannast ekkert við þetta. Hluti af starfsfólkinu hefur verið við vinnu á Kópaskeri, en við erum að vinna að því að flytja starfsemi sem þar ER hingað vestur. Þannig kom beitningavélabáturinn Séra Jón ÞH hingað á föstudag. Starfsfólkið hefur verið að ganga frá tækjum og tólum í eigu systurfélagsins Axarskafts. Svo hefur skip í okkar eigu, Siggi Þorsteins, verið á Akureyri þar sem verið ER að undirbúa það undir afhendingu til Afríku, og verið ER að undirbúa Val fyrir humarveiðar fyrir sunnan land?, segir Gísli.

Gísli segist ætla að lögsækja Ríkisútvarpið fyrir meiðyrði. ?Maður ER tekinn af lífi í beinni útsendingu. Ég hef haft samband við verkalýðsfélagið og fengið staðfest að það séu engar útistandandi launakröfur. Þá talaði ég við héraðsdóm og þar eru engar uppboðsbeiðnir. Ég ER búinn að biðja um að fréttin verði dregin til baka en það hefur ekki verið gert?, segir Gísli H. Hermannsson.

Aðspurð um málið segir Guðrún S. Sigurðardóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, að þegar hún hafi verið beðin um að draga fréttina til baka hefði forsvarsmaður FiskAra sagt að vinnsla væri í gangi í Súðavík. Það hafi ekki reynst Vera rétt, og í framhaldinu hafi ekki tekist að ná aftur í Gísla. Heimlid RUV.IS
 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4129
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 995550
Samtals gestir: 48569
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:28:44
www.mbl.is