©Myndir þorgeir Baldursson 2008
Seigla sjósetti nýverið bát af gerðinni Seigur 1100 T. Þetta er 3 báturinn sem að fer til Noregs siðan um áramót Hann hefur verið seldur til Noregs. T stendur fyrir breidd bátsins sem er 3,9 metrar og ný gerð af bátum frá Seiglu sem byggðir eru á Seig 1160. Hægt er að afgreiða bátana frá 10-12,7 metra langa þannig að þeir falla í hin ýmsu fiskveiðikerfi hér og landanna í kringum okkur.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir bátum frá Seiglu í Noregi og ekki er það síst vegna fellikjalarins sem er staðalbúnaður í öllum stærri fiskibátum frá Seiglu. Báturinn, sem sjósettur var síðastliðinn laugardag, heitir Seien og var hann byggður fyrir útgerð í Noregi í eigu Henry Benum og var hann hér á landi til að taka á móti honum og reynslusigla. Báturinn sem gengur 28 sjómílur er búinn 650 hestafla Volvo penta-vél. Hann er með stærra stýrishúsi en þekkist hér á landi þar sem frændur okkar Norðmenn gera meiri kröfur um aðbúnað vistarvera um borð en minni um pláss á dekki. Heimild MBL Myndir þorgeir Baldursson