17.04.2008 17:32Netarall Hafró 2008 /Þorleifur EA 88©MYND ÞORGEIR BALDURSSON 2008 Skipverjar á Þorleifi EA 88 frá Grimsey voru að draga netin I Eyjafirðisnemma i morgun i hinu árlega netaralli sem að hafransóknarstofnun stendur fyrir og mun þetta vera i fyrsta skipti sem að bátur úr Grimsey tekur þátt i þvi og þegar siðuritari hafði samband við Gylfa skipstjóra i morgun tjáði hann mér að aflinn væri 400-500 Kg i trossu ,möskvastærðin er frá 6- 9 tommur i áhöfn þorleifs EA88 eru fimm menn og að auki þrir frá Hafró Þrír rannsóknarmenn, þau Inga Fanney Egilsdóttir, Reykjavík, Tryggvi Sveinsson, Akureyri, og Örn Guðnason, Reykjavík, verða með í ferðinni sem mun spanna 15 daga. Þetta er líka í fyrsta skipti sem svæðið í kringum Grímsey er tekið með í ralli.
Annars mun Þorleifur taka fyrir allt svæðið frá Hornströndum til Þistilfjarðar. Netarallið er vorfyrirbæri, sjö svæði eru tekin fyrir og þannig hefur verið unnið í meira en tíu ár. Rannsóknarmennirnir þrír koma sér upp nokkurs konar vinnuskúr um borð í Þorleifi því tækin eru viðkvæm fyrir veðrum og vindum. Lögð eru 12 net í trossu með mismunandi möskvastærð. Fiskur er svo tekinn úr hverju neti, mældur, kvarnaður, kynþroskagreindur og aldursgreindur. 300 þorskar alls úr hverri trossu eru rannsakaðir. . Aflinn misjafnÍ gær hafði áhöfnin á Þorleifi farið yfir svæðið frá Grímsey og vestur um á Strandir. ?Það hefur verið allur gangur á veiðinni hjá okkur, allt frá því að vera gott og niður í skítlélegt. Þetta er mjög mismunandi eftir stöðum,? sagði Gylfi Gunnarsson skipstjóri í gær. Þeir voru þá inni á Skagafirði.Gylfi segir að veiðin hafi verið léleg við Strandirnar, inni í Steingrímsfirði og Trékyllisvík. Það hafi hins vegar verið mikið af smásíld í Steingrímsfirðinum og inni í Miðfirði og einnig í Skagafirðinum. Hins vegar væri mjög lítið af fiski á þeim slóðum. Besta þorskveiðin hefði verið við Grímseyna en þar voru upp í 400 fiskar í trossu. Gylfi segir reyndar líka að sá fiskur sem þeir séu að fá upp við landið sé algjör boltafiskur. Þorleifur er um það bil hálfnaður í netarallinu enda er svæðið stórt. Allt frá Ströndum í vestur og austur að Langanesi.Heimild MBL Hjörtur Gislasson Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1706 Gestir í dag: 49 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1061122 Samtals gestir: 50952 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 19:25:44 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is