19.04.2008 15:10

Björvinsbeltið 20 Ára

Björgvinsbeltið 20 ára

Hefur bjargað 18 mannslífum

Hefur bjargað 18 mannslífum  
Björgvin Sigurjónsson með Björgvinsbeltið í höndunum.

Á þessu ári eru 20 ár síðan Björgvin Sigurjónsson kom fram með Björgvinsbeltið sem á þessum tíma hefur bjargað að minnsta kosti 18 manns frá drukknun.  Björgvin hefur verið sjómaður til margra ára og er nú skipstjóri á Narfa VE sem fer á humar einhvern næstu daga. ?Það var þegar bróður minn, Kristján Viktor, tók út af Hring frá Siglufirði," sagði Björgvin þegar hann er spurður hvað hafi kveikt hugmyndina að Björgvins­belt­inu.

?Þeir fóru tveir útbyrðis eftir að brot kom á bátinn. Annar þeirra lést strax og náðist ekki. Bróðir minn náðist eftir að kastað var til hans bjarg­hring sem hann reyndar átti í erfið­leikum með að halda sér í. En hann slasaðist illa og lifði þetta ekki af. Upp úr þessu fór ég að hugsa um hvort hægt væri að útbúa tæki sem gæti komið að notum við slíkar aðstæður."

Björgvin segir að í Stýrimanna­skólanum hann farið að hugsa um þetta á ný. Þar hafi verið mikið rætt um öryggismál sjómanna og þá hafi hann farið af stað með verkefnið. ?Ég byrjaði á að stela gömlu bílbelti úr bíl sem stóð við Braggann. Ég er ekki að lasta þau björgunartæki sem fyrir voru en hringur kemur ekki að notum þegar maður er ekki með fulla meðvitund. Út frá því vann ég og eftir margar tilraunir varð Björg­vinsbeltið til í þeirri mynd sem það er í dag."

Ekki höfðu allir trú á Björg­vinsbelt­inu og var Óskar Kristinsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Sigurbáru í þeim hópi. ?Það breyttist þegar sonur hans féll útbyrðis og þá kom beltið að góðum notum. Fékk ég mikið hrós frá Óskari á eftir."

Björgvin segist ekki hafa orðið ríkur á Björgvinsbeltinu en það hafi verið mikill gleðidagur þegar það kom á markað um áramótin 1989 og 1990. ?Síðan hef ég átt marga gleði­daga og í dag hefur beltið bjarg­að alls 18 mannslífum, oft við erfiðar aðstæður. Svo getur maður spurt sig, hvað er auður? Ég hef fengið margar viðurkenningar og er ríkur að vellíðan. Að því leyti er ég auðugur.                       Heimildir www.eyjafrettir.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1661
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1061077
Samtals gestir: 50952
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 19:04:33
www.mbl.is