04.05.2008 11:30

Njarðvíkur - smíði


Þó Njarðvík hafi hér áður fyrr verið þekktari fyrir smíði eika- og/eða stálskipa, tók plastið yfirhöndina þar sem annarsstaðar. Á tímabili voru tvær skipasmíðastöðvar í Njarðvík sem byggðu þilfarsbáta úr plasti, önnur þeirra er nú flutt annað, en hin hætt starfsemi. Svo við förum aftur til ársins 2004 en í mars mánuði á því ári afhentu báðar þessar smiðjur nýja báta sem myndir koma af hér. Annars vegar þá er það Sólplast ehf., fyrirtæki sem nú hefur flutt í Sandgerði og er einmitt þessar vikurnar að ljúka frágangi á nýjum þilfarsbáti þar. Bátur sá sem mynd birtist af hér er Grunnvíkingur HF 163. Hin smiðjan er Mótun ehf. smiðja sem var áður en til Njarðvíkur kom bæði í Hafnarfirði og eins í Kanada. Sú smiðja hefur smíðað alls um 500 báta bæði með og án þilfars og í Njarðvík áður en yfir lauk smíðuðu þeir á 3ja tug þilfarsbáta. Sá bátur frá þeim sem hér birtist mynd af Daðey GK 777 var á þeim tíma fyrsti plastbáturinn á Íslandi sem var yfirbyggður og með beitningavél og því talið algjört tækniundir á þeim tíma.

                                         Daðey GK 777  ©Emil Páll      

                                           Grunnvíkingur HF 163 ©Emil Páll

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1337
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 3759
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1330578
Samtals gestir: 56647
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:36:44
www.mbl.is