Þá 13 daga sem svonefndir Hjálparmenn Þorgeirs hafa séð um síðu þessa meðan hann er úti á sjó, hefur nokkur spenningur verið um hverjir þeir væru og því verður eftirfarandi nú upplýst.
Snemma í vetur fór Þorgeir að bera það upp hvort Emil Páll væri tilbúinn til að sjá um síðuna fyrir sig meðan hann væri úti á sjó, en hann sagðist vilja fá Óskar Franz með sér og ef hann vildi það þá gæti það gengið upp. Féllst Óskar á þetta og fóru leikar því þannig að við tókum við þessu hlutverki. Nafnleysið var frekar svona getraun af okkar hálfu en eitthvað annað, eins og þegar birtar eru myndir af skipum og spurt um þau.
Um framhaldið er óráðið, en við munum þó sinna þessu eftir bestu getu einhvern tíma og Þorgeir kemur inn í þegar hann er í landi.
Með kveðju
Emil Páll Jónsson
Óskar Franz Óskarsson