2295. Vörður II © Emil Páll
Þessi 35 tonna björgunarbátur var smíðaður í Hollandi fyrir 40 árum þ.e. 1968 og rekinn frá Hollandi fyrstu 30 árin, en þá keyptur til björgunarstarfa hér á landi og notaður á Raufarhöfn. Patreksfirði, Sandgerði og víðar. Fyrsta nafn bátsins var Suzanna, en hérlendis hefur hann borið nöfnin Gunnbjörn, Suzanna, Vörður og Vörður II. Báturinn hefur nú verið seldur úr landi til sinna gömlu heimahaga þ.e. Hollands.