2207. Bláfell HU 179 © Emil Páll
Þetta er ekki vörubíll eins og halda mætti, heldur bátur sem nú hefur verið skráður Bláfell HU 179 með heimahöfn á Hvammstanga. En eins og sést á merkingunni hefur hann lengi borið nafnið Völusteinn ÍS 89. Þarna er búið að saga af honum raunar allt ofan þilfars aftar við hús. Er það gert þar sem nánast á að byggja nýjan bát úr þeim gamla og hafa hann einnig lengri.