2061. Sunna KE 60 © Emil PállSkip þetta var smíðað á Spáni og kom hingað fyrst til þáverandi heimahafnar á Reyðarfirði 1. apríl 1991. Um er að ræða tæplega 1000 tonna frystitogara.Það var upphaflega byggt sem fjölveiðiskip, en síðan breytt í rækju-frystitogara. Var það lengi gert út til rækjuveiða á Flæmingjagrunni, en eftir að rækjuveiðarnar urðu óarðbærilegar lág það töluverðan tíma við bryggju. Skip markaði á sínum tíma viss tímamót, því það var fyrst skipa til að hefja veiðar með tveimur trollum samtímis. Þennan tíma sem liðin er hefur það þó aðeins borið þrjú nöfn, en fyrst var það Vaka SU 9 frá Reyðarfirði, þá Sunna SI 67 frá Siglufirði og nú er það Sunna KE 60 frá Reykjanesbæ.