16.05.2008 08:22

Allt of margir


                                                      Hér eru fjórir upp á bryggju   © Emil Páll
Í höfnum landsins hefur á undanförnum árum safnast saman mikið að bátum sem eru
ekki lengur í útgerð. Tökum sem dæmi Sandgerðishöfn er þar eru átta þilfarsbátar sem bíða ýmist það hlutverk að fara á bálið, í safn eða í sumum tilfellum jafnvel rætt um að varðveita ýmist á söfnum eða jafnvel við sumarbústaði. Þar er ekki þó um að ræða neina stóra báta, heldur minni báta, þó einn 74 tonna sé þar í hópnum. Hér birtast tvær myndir þar sem sjö af þessum bátum sjást. Sá áttundi er uppi á bryggju, þar sem viðgerð var hafin á honum, en ég held að hætt sé við hana.

 Hérna bak við litlu bátanna sjáum við þrjá gamla vertíðarbáta sem ekki eru lengur í útgerð © Emil Páll

Nú hefur verið tekin ákvörðun að á næstu dögum verða eikarbátarnir fjórir sem eru uppi á bryggjunni myljaðir niður, þar sem þeir eru með öllu ónýtir. Þessir bátar eru 1237 Una SU 89, 1390 Jón Guðmundsson ÍS 75, 1232 Gunnhildur ST 29 og 1294 Hafrós KE 2. Uppi höfðu verið áform um að fara með þá þrjá fyrst nefndu annað, en það er úr sögunni. Uppi á bryggju annarstaðar er  1764 Anton  GK 68 sem verður trúlega fargað einnig og við bryggjuna eru 573 Hólmsteinn GK 20 sem verður varðveittur, 450 Eldey GK 74 sem fer í pottinn og  923 Röstin GK 120 sem ekki er vitað hvað gert verði við.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 323
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061597
Samtals gestir: 50962
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 03:01:16
www.mbl.is