46. Moby Dick © Emil Páll
Þeir eru efalaust margir sem kannast við þennan norskssmíðaða bát, því hann var upphaflega smíðaður sem Fagranesið og þjónaði í tæp 30 ár sem djúpbátur Ísfirðinga. Eftir það varð hann Fjörunes og gerður út til útsýnisferða og stangaveiða fyrst frá Hafnarfirði og síðan með sama nafni frá Akranesi. Eftir það tóku Húsvíkingar við skipinu og gáfu núverandi nafn og þaðan fór skipið suður með sjó og eins og á Húsavík var það notað frá Keflavíkurhöfn til hvalaskoðunar. Samkvæmt einni af skipasölunum hefur það nú verið selt en ekki er vitað hvert.