2733. Von GK 113 hífð upp í dag © 245.is
Í dag munaði litlu að línubáturinn Von GK 113 frá Sandgerði myndi sökkva er hann keyrði á grjótgarð í innsiglingunni til Sandgerðis. Búið er að ná bátnum og hífa hann upp á bryggju og kom í ljós töluverðar skemmdir á bátnum að framanverðu. Meðfylgjandi mynd fengum við frá 245.is og þökkum við þeim fyrir greiðan en björgunaraðgerð bátsins er flutt á vefnum í máli og myndum og vísum við því á www.245.is