Mynd þessa fengum við að láni út myndasafni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, en hún er tekin einhvern tíman á árunum 1974-1978 og sýnir Hafborgu KE 54 koma að landi í Keflavík. Bátur þessi er með smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1970 og mældist þá 47 tonn, síðan var hann stækkaður í Keflavík 1977 og lendur 1985-1986. Fyrsta nafn hans var Einar Þórðarson NK 20, síðan Hlíf SI 24, Hafborg KE 54, Búi EA 100, Otur EA 162 og að lokum Bjarmi VE 66. Báturinn fórst ásamt tveimur mönnum 10 sjómílur V. út af Þrídröngum á siglingu til nýs útgerðarstaðar, Grindavíkur, þann 23. feb. 2002.
1103. Hafborg KE 54 © Heimir Stígsson