Þessi mynd er einnig fengin úr safni VSFK og trúlega tekin einhverntíman á árunum frá 1960-1980 en þó ekki heldur vitað. Ef gengið er út frá því þá virðist helst vera sem hér sé á ferðinni 727. þ.e annað hvort sem Rán SU 58 eða Hraunsvík GK 68. Sem Rán var báturinn gerður út frá Keflavík 1965-1966 og Hraunsvíkurnafnið fékk hann 1971 og hélt því fram til 1980. Þó hann hafi verið frá Grindavík þann tíma hefur hann efalaust komið einhvern tímann til Keflavíkur. Spurningin varðandi síðara nafnið er hvenær sá bátur fékk hvalbak en það getur ráðið úrslitum um það hvort þetta sé sá bátur. Eitt er víst að þarna er hann eins og báturinn á myndinni fyrir neðan að beygja fyrir hafnargarðinn í Keflavík. Auðvitað getur þetta verið allt annar bátur, en um það er ekki heldur vitað.
- Eða er þetta kannski 475. Happasæll KE 94? -
Hver er þetta 727. eða frekar 475. Happasæll KE 94 © Heimir
Spurningin sem fleiri fallast á er að þetta sé 475. Happasæll KE 94, ex Farsæll SH 30 ex Guðfinnur KE 32, smíðaður á Akranesi 1955. Gaman væri er einhver þarna úti ætti mynd af honum og gæti sent mér til samanburðar á netfangið
www.emilpall@simnet.is