Erlent flutningaskip © Emil Páll
Þetta erlenda flutningaskip, sem ekki er vitað nein deili á var á Stakksfirði í tvo sólarhringa í vikunni. Var það ýmist undir Vogastapa eða á ytri-höfnunum í Keflavík eða Njarðvík. Hvort það var þar vegna veðurs eða af einhverri annarri ástæðu er heldur ekki vitað. - Samkvæmt umsögnum hér fyrir neðan, virðist hér vera á ferðinni skipið Amanda frá Marsal og var á leið til Reykjavíkur, því þangað var það komið á föstudag.