30.05.2008 22:03Sjómannadagurinn 2008FréttirHátíðahöld á Torfunefsbryggju á sjómannadaginnföstudagur 30.maí.08 13:16
Báturinn Húni II verður í stóru hlutverki á sunnudagin. Mynd: Þorgeir Baldursson. Sjómannafélag Eyjafjarðar og Hollvinir Húna II. bjóða til hátíðahalda á Torfunefsbryggju á sjómannadaginn, sunnudaginn 1. Júni . Þá verða sjómannamessur í kirkjum Akureyrar og blómsveigur lagður að minnismerki um týnda og drukknaða sjómenn.
Annars lítur dagskrá sjómannadagsins svona út: Kl: 08:00 fánar dregnir að hún. Bæjarbúar hvattir til að flagga. Kl: 11:00 sjómannamessur í Akureyrar- og Glerárkirkju. Kl: 12:15 blómsveigur lagður að minnismerki um týnda og drukknaða sjómenn við Glerárkirkju. Kl: 13:00 Húni II. og Haffari leggja frá Torfunefsbryggju og sigla að Sandgerðisbót. Þar safnast sem flestir bátar saman, skorað er á alla smábátaeigendur að sigla með í hópsiglingu inn á Torfunef. Sjómenn, takið fjölskylduna með og flaggið á bátunum. Kl: 13:30 byrjar Lúðrasveit Akureyrar að spila á Torfunefsbryggju. Húni II. Haffari og allir bátarnir leggjast að Torfunefsbryggju. Kl: 14:00 helgistund undir stjórn Arnaldar Bárðarsonar, og kór Glerárkirkju. Kl: 14:45 tekur Örn Árnason við stjórn skemmtunarinnar. Þar verður m.a.: Örn og Óskar Pétursson skemmta. Karlakór Akureyrar-Geysir. Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir syngja sjómannalög. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun úr sjó. Danshópurinn Vefarinn sýnir þjóðdansa. Sjómenn fara í koddaslag. Arngrímur Jóhannsson flugmaður lendir sjóflugvél. Kaffi og kleinur fyrir fullorðna. Svali og pizza fyrir börnin. Börn fá að fara á báta undir stjórn Siglingaklúbbsins Nökkva. Kl: 17:15 Húni siglir með sjómenn og fjölskyldur þeirra, rúmlega klst. Borð og bekkir verða á bryggjunni en fólk er hvatt til þess að taka með sér létta garðstóla. Heimild. www.vikudagur.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1247 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060663 Samtals gestir: 50940 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:43:08 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is