Hér birtum við mynd sem Þorgeir Baldursson tók af norska toganaum Remöy M-306-HÖ frá Aalasund er hann kom til Akureyrar árið 2005. Eigandi er Remöy Havfiske A/S Fosnavag.. Skipið er smíðað 2001 hjá Myklebust Mek. Verksted A/S í Gursken í Noregi, skrokkur skipsins er smíðaður hjá Sentierul Naval Breila SA í Rúmeníu.2598 t. Þessar upplýsingar eru frá Óskari Franz sem er sá bátagrúskari sem er einna öflugasti að komast yfir upplýsingar erlendis frá.