02.06.2008 15:35

Kaldbakur EA 1


                                    © Mynd þorgeir Baldursson 2007

Kaldbakur EA

Togara inná hvert heimili landsins.  Kanski svona var álit manna uppúr 1980 þegar hátt í 100 ísfiskstogarar voru komnir til veiða hérna við landið.  Voru togarar svo til í hverju sjávarútsvegsplássi landsins.  Akureyri var ekki undanskilin því.  Þar voru meðal annars keypti tvö systurskip.  Harðbakur EA og Kaldbakur EA.
Þessi skip eru enn í dag til.  Reyndar er bara Kaldbakur gerður út.  Kaldbakur EA er alveg óumdeilanlega með eitt mesta lestarrými íslenskra togara.  Ekki var óalgeng að uppúr skipinu kæmu vel yfir 300 tonn af fiski hérna á árum áður.

Í dag er ekki svona rosalega mikill atgangur hjá Kaldbaki EA.  Þó kemur fyrir að tölur yfir 200 tonn sjáist hjá Kaldbaki EA.  Núna í maí þá bregður svo við að togarinn er orðinn aflahæsti togarinn í maí,  650 tonn í 4 ferðum.  eða 162 tonn í löndun.  Landaði togarinn 155 tonni,  157 tonni, 160 tonnum og 179 tonn sem var stærsta löndun togarans.  
Tvennt er merkilegt við maímánuð hjá Kaldbaki EA.  Hið fyrra er löndunarhöfninn. Kaldbakur EA landaði öllu á Eskifirði, sem er nokkuð óvenjulegt þar sem oftast hefur Kaldbakur EA landað á Akureyri.  Hitt atriðið er að stór hluti aflans hefur verið settur í gáma, sem er líka nokkuð óvenjulegt þar sem helsta atvinna Kaldbaks EA var að fæða frystihús ÚA og síðan Brims á Akureyri.   Alls var sett í 20 gáma eða tæp 440 tonn af aflanum.  

Aflalega séð þá miðað við fortíðina hjá Kaldbaki EA þá má segja að togarinn sé kominn aftur á gamlar slóðir.  það er að segja koma með sem mest af fiski í stóru lestina í togarnum.  Heimild .www.aflafrettir.com

Skrifað 2.6.2008 kl. 3:28 af Gísli.R

Bein slóð á færslu

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is