Þessir þrír bátar sem standa hér saman uppi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur eru f.v. 715. Óli Toftum KE 1, 895. Vingþór ÞH 166 og 645. Ölver KE 40, stendur að vísu á honum RE 40. Þeir tveir síðarnefndu voru nokkrum mánuðum eftir að myndin var tekinn orðnir brunarústir, því bæði Vingþór og Ölver voru brenndir saman á þessu stæði í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þann 4. maí 1982, en þeir höfðu verið dæmdir ónýtir nokkuð áður. Óli Toftum var hinsvegar gerður áfram út í rúm 3 ár.
715. Óli Toftum KE 1, 895. Vingþór ÞH 166 og 645. Ölver KE 40 © Emil Páll 1982