Jón Haukur Hauksson á Hornafirði hefur sent okkur fleiri myndir af síldveiðum hér á árum áður. Hér birtast þrjár þeirra frá veiðum þeirra Skógeyjar SF 53 og Vísis SF 64 á Seyðisfirði. Auk hans hefur Geiri á Fjarðarneti tekið sumar myndirnar. Um fyrstu myndinni segir Jón Haukur: ,,Hér var kastað við skutinn á El Grillo og fengum við í báða bátanna og hálfan Land rover. Endað var með að dæla í Vísi og vorum við bundnir við bryggjuna. Á eftir var nótin í 3 daga í viðgerð". Hinar myndirnar eru teknar eftir að viðgerð á nótinni lauk. Þökkum við kærlega fyrir þetta.
© mynd Jón Haukur Hauksson
© mynd Geiri á Fjarðarneti
© mynd Geiri á Fjarðarneti.