12.06.2008 10:29

Norðurskel Guðrún EA 58


                                      © myndir Þorgeir Baldursson 2008

Þjónustubátur fyrir kræklingarækt

 Norðurskel ehf. í Hrísey fékk á dögunum afhentan nýjan þjónustubát sem smíðaður var hjá Seiglu ehf. á Akureyri. Báturinn, sem fengið hefur nafnið Guðrún EA 58, er 15 metra langur, 4,49 metrar á breidd og um 30 brúttótonn að stærð. Að grunni til er báturinn systurskip Ebba EA og Happasæls KE. Ýmsar breytingar hafa þó verið gerðar til að hann henti sem best sem þjónustubátur í kræklingarækt. Meðal annars hefur dekkið verið lækkað og stýrishúsið minnkað. Báturinn er með 700 hestafla aðalvél af gerðinni Yanmar frá Marási og nær hann 22 sjómílna ganghraða. Hann er búinn tveimur Sleipner hliðarskrúfum að framan og aftan sem einnig koma frá Marási. Lestin er aðeins notuð fyrir ýmsan búnað tengdum kræklingaræktinni en körin undir kræklinginn eru á dekki. Lestarlúgan er fremst á bakborðsdekkinu. Á miðju dekki er 3,5 tonnmetra PM-krani frá Rafveri. Guðrún EA er með fellikjöl sem er staðalbúnaður Seiglubáta.Tæki í brú koma frá Haftækni hf. á Akureyri. Meðal þeirra eru Raymar dýptarmælir, MaxSea plotter og Simrad sjálfstýring. Frágangurinn á tækjum í brú annaðist Rafröst ehf. á Akureyri. Rafeyri ehf. sá um rafmagnsbúnað um borð. Fullkomin aðstaða er fyrir fjóra skipverja í bátnum.Einnig fékk Norðurskel afhentan minni bát i vetur sem að ber nafnið Ásrún og er samskonar og Bobby bátarnir sem að voru framleiddir fyrir Hvildarklett á Flateyri og notaðir i sjóstangveiði fyrir ferðamenn

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2649
Gestir í dag: 486
Flettingar í gær: 1960
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 1463758
Samtals gestir: 59405
Tölur uppfærðar: 14.5.2025 06:04:42
www.mbl.is