Í morgun kom upp eldur í vélarúmi togarans Sóleyjar Sigurjóns GK 200. Á vef Skessuhorns kom þetta fram um óhappið.
,,Á áttunda tímanum í morgun var björgunarbáturinn Björg í Rifi kallaður til aðstoðar Sóleyju Sigurjóns GK frá Sandgerði. Var torgarinn að hefja veiðiferð og var á togi úti af Bervík á Snæfellsnesi en eldur hafði brotist út í vélarrúmi togarans. Jóhann Kristinsson skipstjóri á Björgu segir í samtali við Skessuhorn, að skipverjar á Sóleynni hafi sjálfir náð að slökkva eldinn og voru að koma aðalvél skipsins í gang aftur þegar skipverjar á Björgu komu að honum. ,,Það hefur sennilegast kviknað í út frá spíssarörum og vildi skipstjórinn á Sóleynni ekki gera mikið úr þessu. Við vorum bara til taks ef eitthvað skyldi út af bera, en skipið verður þó að sigla til heimahafnar til þess að laga skemmdir," sagði Jóhann".
Kom togarinn fyrir eigin vélarafli til Sandgerðis nú síðdegis.
Sóley Sigurjóns GK 200 kemur til Sandgerðis fyrir eigin vélarafli síðdegis í dag © mynd Emil Páll 2008