Skipasmíðastöðin Flekkefjord Slipp & Mask.fabr. A/S hefur verið seld,þessi stöð hefur smíðað fjöldann allan af skipum fyrir okkur íslendinga,stöðin hefur verið starfandi í 75 ár og verið alla tíð í eigu sömu fjölskyldu. Nýir eigendur eru Palmer Johnson Yacht A/S í Kvinesdal,og ætla þeir að smíða eingöngu lúxusnekkjur og er talað um snekkjur allt að 80 metrum.Trúlega fær stöðin nafnið Palmer Johnson Yacht A/S hjá nýjum eigendum.