Já þessi er rúmlega hálfrar aldar gamall, með smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og er frá árinu 1954 og hefur allan tímann borið sama nafnið og verið gerður út af sömu útgerðinni í Garðinum, þar til nú að kvótinn var seldur annað, en báturinn er þó enn í eigu gömlu útgerðarinnar.
500. Gunnar Hámundarson GK 357 © mynd Emil Páll 2008