1283. Jón Finnsson GK 506, mynd úr blaðinu Skiphóli Nú birtum við þrjár myndir sem teknar eru í svart/hvítu, enda sumar hverjar komnar til ára sinna. Þó engin myndanna sé merkt ljósmyndara, teljum við nokkuð víst hverjir þeir eru og birtum þau nöfn svona til vonar og vara, eða hvaðan myndirnar eru komnar. Ef þið vitið betur væri gaman að fá þá vitneskju.
500. Gunnar Hámundarson GK 357, spurning hvort Heimir Stígs eða Snorri Snorrason hafi tekið mynd þessa.
Lára EA 107, mynd þessa sendi Þorsteinn Pétursson á Akureyri okkur, en gaman væri að vita eitthvað um þennan bát, þar sem við finnum ekkert yfir hann. Þorsteini þökkum við kærlega fyrir sendinguna.