27.06.2008 21:02

Bjarni Þór kominn til Grindavíkur

Bjarni Þór kominn til Grindavíkur
Bjarni Þór kemur til Grindavíkur í dag, mynd af grindavik.is

  Hinn nýi hafnsögubátur Grindvíkinga kom til hafnar kl 09:00 í morgun. Í föruneyti sigldu gamli hafnsögubáturinn Villi og hafnarstarfsmenn ásamt Oddi V Gíslasyni og Árna í Tungu og björgunarsveitarmenn frá Grindavík. Hið nýja skip er smíðað i Vigo á Spáni og er hið glæsilegasta í alla staði, þeir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri og Sæmundur Halldórsson sigldu bátnum 1740 sjólmílna leið. Um 50 manns tóku á móti skipinu á bryggjunni og bauð varaformaður hafnarstjórnar Guðbjörg Eyjólfsdóttir, skipsverja velkomna eftir langa siglingu og óskaði Grindvíkingum til hamingju með fleyið. Séra Elínborg Gísladóttir sóknarprestur Grindavíkur blessaði skip og áhöfn og flutti bæn. Að því loknu var boðið til kaffisamsætis í Saltfisksetri Íslands. Texti og mynd af grindavík.is

 
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is