1376. Víðir EA 910 © mynd Þorgeir Baldursson
Samherji hefur hætt rekstri frystitogarans Víðis EA og sagt upp áhöfn skipsins. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs fyrirtækisins segir þetta nauðsynleg aðgerð til að bregðast við kvótaskerðingu en fyrirtækið hyggist fjölga í flota sínum á næsta fiskveiðiári.
Kristján segir ákvörðunina um að hætta með Víði EA hafa verið erfiða enda hafi skipið reynst vel í gegnum árin. Jafnframt kemur fram í máli hans að fleiri breytingar séu fyrirhugaðar hjá Samherja á næstu mánuðum.
Víðir EA er um átta hundruð tonna fiskveiðiskip og var smíðað í Póllandi árið 1973.Víðir er einn þeirra fimm togara sem ríkisstjórn Íslands lét smíða á þessum árum en honum var breytt í frystitogara árið 1992. Hann hefur verið í rekstri Samherja síðastliðin tuttugu ár. Skipið kom úr sinni síðustu veiðiferð í lok júní en það verður selt úr landi til niðurrifs á næstunni.
Frá þessu er skýrt á fréttavef RUV og skip.is