Njörður KÓ 7 er einn af þeim bátum sem stunda hrefnuveiðar að þessu sinni. Nú í vikunni voru veiðarnar truflaðar hjá honum er kvikmyndatökulið mætti á Eldingu II til að fylgjast með og mynda veiðarnar í Faxaflóa. Vegna þessa atviks hættu skipverjar við veiðarnar þann daginn og fóru í land, töldu þeir of mikla slysahættu stafa að nærveru Eldingar II á veiðistaðnum.
1438. Njörður KÓ 7 í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll 2008.