13.07.2008 17:07

Stefnir ÍS 28 strandaði

Neðangreind frétt úr bb á Ísafirði segir frá strandi í vikunni.
Stefnir ÍS 28 sat í stutta stund á sandbakka í innsiglingu Ísafjarðarhafnar.
Stefnir ÍS 28 sat í stutta stund á sandbakka í innsiglingu Ísafjarðarhafnar.

bb.is | 08.07.2008 | 10:43
Stefnir strandaði í innsiglingunni

Stefnir ÍS 28 strandaði í innsiglingunni að Ísafjarðarhöfn er hann var að koma heim úr slipp í fyrradag. Nýmálað skipið sat í stutta stund á sandbakka við mávagarðinn svokallaðan en náði fljótlega að losa sig með aðstoð frá dráttarbátnum Sturlu Halldórssyni. Að sögn Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, var ástandið aldrei alvarlegt og engar skemmdir urðu á skipinu. "Það var dýpkað á þessu svæði fyrir tveimur árum en þarna hefur skipið bara rekist í sandbakka þannig að það var aldrei hætta á ferðum", segir Guðmundur. Að hans sögn er þetta eitthvað sem kemur fyrir af og til en í þetta skiptið hafi skipstjóri sennilega misreiknað sig lítillega með fyrrgreindum afleiðingum.

Guðmundur segir að áætlað sé að dýpka þetta svæði enn meira þegar ráðist verði í næsta stóra verkefni Ísafjarðarhafnar en það er bygging olíubryggju á svæðinu.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is