Hér sjáum við myndir af Stíganda VE 77 sem kom nýsmíðaður frá Kína til Vestmannaeyja 2002 og var síðan seldur úr landi til Kanada. Eftir þá sölu hafa verið gerðar á honum umtalsverðar breytingar sem sjást ef bornar eru saman myndirnar af honum hérlendis og í Kanada. Helstu breytingar eru að hann hefur verið lengdur úr 53,96 m í 66,30 m. og breikkaður úr 11,20 í 14,20 m. og mælist hann nú 2893 tonn brúttó en mældist áður 1448 brt.