14.07.2008 23:03Víkingaskip smíðað á ÞingeyriEftirfarandi frétt birtist nýlega í BB á Ísafirði og birtum við hana hér með heimild þeirra. Víkingaskip hefur litið dagsins ljós á Þingeyri en stefnt er að því að sjósetja það um helgina. "Báturinn er klár en við eigum eftir að setja upp mastur og stýri. Segl fáum við ekki fyrr en í næstu viku og það á eftir að ganga frá ýmsu varðandi haffæri. En báturinn verður vonandi kominn í nothæft stand áður en langt um líður", segir Valdimar Elíasson skipamiður. Skipið er smíðað í tengslum við Víkingaverkefnið á Þingeyri og er ætlunin að bjóða fólki upp á siglingar á því í Dýrafirði. "Hugmyndin er að bjóða ferðafólki upp á siglingar og við munum gera prufu á því í sumar ef allt gengur eftir. Svo verður líklega farið í einhverjar ferðir á skipinu en það á eftir að ákveða það allt betur", segir Valdimar. Báturinn er 12 metra langur og þriggja metra breiður. Að sögn Valdimars tekur hann um 6 árar á hvort borð. Mun hann rúma 15-18 manns.Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 5636 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1124762 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is