Í dag var sjósettur í Grófinni í Keflavík nýr bátur að gerðinni Gáski 1000d sem á þegar nokkuð óvenjulegan feril. Ástæðan er sú að Mótun ehf. í Njarðvík afhenti skokk bátsins haustið 2001 og síðan hefur smíði staðið yfir hægt og rólega og farið víða milli húsa í Keflavík og Njarðvík á þeim tíma, en nú hefur semsé tekist að ljúka smíði hans og gerðist það í húsnæði á vegum Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur.
2426. Víkingur KE 10 kominn á flot í Grófinni © mynd Emil Páll 2008.