288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd Emil Páll 2008.
Humarvertíðin, sem nú er að ljúka, hefur verið með afbrigðum góð, segja útgerðarmenn. Síðustu tvö ár hafa verið metár, segir Halldór Þorláksson, skipstjóri á Þorsteini Gíslasyni sem gerir út frá Grindavík. Gott verð hefur fengist fyrir humarinn að hans sögn en í Grindavík er vertíðinni formlega lokið.
Í Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði er vertíðinni að mestu leyti lokið. Rótarafli segir Einar Sigurðsson, útgerðarmaður í Þorlákshöfn sem tekur undir orð Halldórs um metár í veiði. Samdráttur í efnahagslífinu hefur þó haft sín áhrif á sölu á humri.
Hann segist ekki hafa neina skýringu á hversvegna veiðin gangi svona vel. Fyrir fjórum árum hafi menn verið svartsýnir og jafnvel ætlað að skerða enn meira. Það var ekki gert og aflinn hefur aukist æ síðan. Það sé þó eins með humarinn og aðrar dýrari fisktegundir að nú reynist erfiðara að koma honum út. Einar segir þó að allt seljist, bara hægar en undanfarin ár. Kom þetta fram á Ruv.is