Þessi var smíðaður í Tomrefjord í Noregi 1968, lengdur 1973 og yfirbyggður 1987. Fyrsta nafn hans var Klaus Hillseöy og var frá Noregi, en hingað til lands var hann keyptur 1972 og fékk þá nafnið Steinunn SF 10, síðan urðu nöfnin þessi: Steinunn SF 40, Magnús SH 205, Magnús SH 206 og núverandi nafn er Sæmundur GK 4.
1264. Steinunn SF 10, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósm. ókunnur.