23.07.2008 15:20

Samherji leggur Normu Mary


                         © myndir þorgeir Baldursson 2007

Tvö af af elstu skipum Samherja komu nýlega úr sinni síðustu veiðiferð eftir langan og farsælan feril hjá félaginu. Eru þetta Norma Mary, áður Akureyrin EA-110, og Víðir, áður Apríl HF. Skipin stunduðu bæði bolfiskveiðar og ár eftir ár hafa þau verið meðal þeirra íslensku skipa sem skilað hafa mestu aflaverðmæti. 

Fram kemur á heimasíðu Samherja, að Norma Mary var fyrsta skipið sem Samherji eignaðist og eigi sér því sérstakan sess í sögu félagsins. Hún var byggð í Póllandi árið 1974 og hét Guðsteinn þegar núverandi eigendur Samherja eignuðust fyrirtækið árið 1983. Skipinu var breytt í frystitogara og var meðal þeirra fyrstu hér á landi sem útbúið var til að fullvinna og frysta afla um borð. Skipið var selt árið 2002 til dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, Onward Fishing Company og nefnd Norma Mary. 

Skipið kom úr síðustu ferðinni með fullfermi eða tæplega 450 tonn af þorskflökum að verðmæti rúmlega 300 milljónir króna.  Skipstjóri á Normu Mary síðustu árin var Ásgeir Pálsson.

Togarinn Víðir hét áður Apríl HF og var keyptur frá Hafnarfirði árið 1985. Víðir var eins og Norma Mary smíðaður í Póllandi árið 1974.  Hann var lengdur og breytt í frystiskip árið 1991 og talsvert endurnýjaður árið 2002. Skipstjóri síðustu ár á Víði var Sigmundur Sigmundsson.

Samherji segir, að þessar breytingar séu liður í því að endurnýja skip félagsins og að laga skipaflota fyrirtækisins að aflaheimildum. frétt af mbl.is myndir þorgeir Baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997479
Samtals gestir: 48684
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 10:21:20
www.mbl.is