© Mynd Tryggvi Sigurðsson
Tryggvi Sig sendi mér þessa mynd af Smáey VE 144 og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Togbáturinn Smáey VE frá Vestmannaeyjum skilaði mestu aflaverðmæti í bátaflotanum á árinu 2007 eða 477 milljónum króna. Smáey var einnig efst í þessum flokki árið áður en þá með 451 milljón króna. Afli bátsins á árinu 2007 nam 3.076 tonnum samanborið við 3.060 tonnum árið áður. Meðalverð miðað við afla upp úr sjó var 155 krónur kílóið samanborið við 147 kr/kg árið á undan. Heimild fiskifréttir