27.07.2008 12:52

Nýr Portland VE til Eyja


                                Arney HU 36    © Mynd Þorgeir Baldursson 2007

 Arney HU hét upphaflega  Viðir II og var hvað þekktastur sem mikið aflaskip undir stjórn hins fræga aflaskipstjóra Eggerts Gislasonar sem að rótfiskaði á þennan bát  

 

Útgerðin Kæja stækkar við sig

Nýr 100 tonna bátur sem fær nafnið Portland eins og forveri sinn síðar í vetur

Útgerðin Kæja stækkar við sig  

Nýr bátur kom til heimahafnar í síðustu viku en það er útgerðin Kæja hf. sem kaupir tæplega 200 tonna stálbát, Arney HF-361 en síðar mun báturinn bera nafnið Portland eins og forveri sinn. Það eru feðgarnir Benóný Benónýsson og synir hans Benóný og Jóhann sem gera út skipið sem er um 135 brúttó­rúmlestir og gert út á dragnót eða snurvoð. Báturinn kemur frá Grindavík en var smíðað í Noregi árið 1960. Bátnum var breytt talsvert 1984 og lagfærður að nýju fyrir nokkrum árum eftir bruna. Þá var skipt um allar raflagnir, sett ný ljósavél og skipt um alla innanstokksmuni svo dæmi séu tekin.

Gengið vel í byrjun
Benóný yngri varð fyrir svörum þegar Vaktin forvitnaðist um kaupin á bátnum. "Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur. Við erum búnir að fara í tvo túra, erum í dagróðri, förum snemma út og komum inn um kvöldið. Við höfum verið að veiða flatfiska, sólkola og rauðsprettu og verðum líklega í því fram að Þjóðhátíð. En þetta eru talsverð viðbrigði fyrir okkur enda mun stærri bátur en gamla Portlandið. Gamli báturinn var tæp tíu tonn, sem var reyndar búið að teygja og toga til en þessi er mun stærri og öflugri. Þetta er líka algjör­lega breytt útgerðar­mynstur hjá okkur. Til þessa höfum við bara verið á netum en færum okkur yfir á snurvoð. Báturinn er líka útbúinn fyrir troll en ég á ekki von á því að við förum á troll. Við ætlum svo að skipta um nafn seinna á árinu, þegar öll pappírsvinnan er að baki."

Hagkvæmt að vera á snurvoð
Benóný segir veiðar á snurvoð hagkvæmar, reyndar svo hag­kvæmar að hægt sé að gera út á leigukvóta. "Það eru nokkrir bátar á snurvoð sem gera ein­göngu út á leigukvóta og gengur vel. Olíukostnaðurinn er lítill á þessum veiðum og hagkvæmt að gera út á snurvoð hér í Eyjum. Það er þess vegna dálítið sérstakt að við séum eini báturinn sem gerum út á snurvoð í Eyjum. Við erum ekki nema hálftíma til klukkutíma á góð mið og svo í haust opnast góð svæði hér upp í fjöru við Suðurströndina. Drag­nóta­bátarnir af Suður­nes­junum komu mikið við hér í Eyjum síðasta haust þar sem þeir sóttu í þessi svæði hérna í kring. En svo er aldrei að vita, hugsanlega fara fleiri að skoða snurvoðina. Maður heyrir það að vegna olíukostnaðar séu menn alvar­lega að skoða snurvoðina."
Fimm til sex verða í áhöfn bátsins en Benóný telur að þeir verði áfram á snurvoð og á sömu slóðum og þeir hafa verið á. "Við höfum svo alltaf möguleikann á að vera lengur úti en einn dag, getum svolítið hagað segli eftir vindum í þessu," sagði Benóný að lokum.

Heimild Vaktin .is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is