28.07.2008 11:41Mettúr hjá Margreti EA 710
Margrét EA fékk síðastliðinn föstudag stærsta hal í flotvörpu sem vitað er um hérlendis. Hífði Margrétin upp eftir tíu tíma þrettán hundruð tonn af fiski og var 90% fisksins makríll en afgangurinn síld. Skipið var við veiðar út af Austfjörðum. Þar sem svo stór hluti aflans er makríll þykir ljóst að verðmæti aflans er mikið. Ekki er vitað um að skip hafi áður fengið svo mikið í einu hali í flotvörpu en vitað er um eitt skip, Voyager, sem fékk árið 2006 1150 tonn. Ekki er vitað hvað skip hafa mest fengið erlendis en sumir telja að afli Margrétar eigi erindi á heimsmetalistann. "Þau gerast ekki stærri en þetta" Kristinn Snæbjörnsson sem var skipstjóri Margrétar í túrnum sagði að höl gerðust ekki stærri en þetta. "Þetta kom okkur mjög á óvart og það var heppilegt að það vorum við sem fengum þetta því Margrét er eina skipið sem er nægilega vel útbúið til að geta tekið svo stórt hal." Veiðin á svæðinu var hin fínasta eftir þetta, líka hjá öðrum skipum. Nú er verið að veiða makríl sem er utan kvóta og síld kemur með. Er oft verið að fá svona 600 tonn í einu svo að munurinn á því og hali Margrétar er mikill. Margrétin var pöruð með öðru skipi eins og venjan hefur verið í sumar og hefur það gefist vel. Þriðja skipið kemur svo reglulega og ferjar afla í land. Margrétin hélt í land með fullfermi eftir að hafa verið fjóra daga í túrnum. Samtals veiddu skipin tvö 3900 tonn á þessum fjórum dögum. Heimild mbl.is
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is