© Ósk KE 5 mynd VF.IS/Hilmar Bragi Bárðarsson
© Ósk KE 5 Mynd VF.IS/ Hilmar Bragi Bárðarsson
Netabáturinn Ósk KE 5 var dregin vélarvana til Keflavíkur í dag. Óskað
var eftir aðstoð frá björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein um
hádegisbil en þá hafði gír bilað í Ósk KE þar sem hún var að veiðum
norðarlega í Faxaflóa. Björgunarskipið var þegar mannað. Dráttartaug
var komið um borð í Ósk KE og stefnan tekin á Keflavík. Þar var afla
úr veiðiferðinni landað og síðan munu verkstæðismenn laga bilunina í
skipinu.
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein er gert út frá Sandgerði er rekið
af björgunarsveitunum Sigurvon í Sandgerði og Björgunarsveitinni
Suðurnes í Reykjanesbæ. Björgunarskipið hét áður Oddur V. Gíslason og
var gert út frá Grindavík.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar björgunarskipið kom með Ósk KE
til hafnar í Keflavík nú síðdegis en hafnsögubáturinn Auðunn frá
Keflavík aðstoðaði við að koma Ósk KE að bryggju. Gott var í sjóinn í
dag og sóttist ferðin vel hjá björgunarskipinu.
Ljósmyndir: Víkurfréttir / Hilmar Bragi Bárðarson