01.08.2008 12:14

Surprise IS 46 i ransóknarleiðangur til Grænlands


                              © mynd  Jón Gunnarsson BB.is 2008 

bb.is | 01.08.2008 | 11:18Á leið í rannsóknarleiðangur til Grænlands

Í dag var verið að undirbúa skipið Surprise ÍS 46 til ferðar til Grænlands en það mun flytja vistir og búnað fyrir rannsóknir vísindamanna sem munu dvelja skammt frá Constable Point næstu vikurnar. Að sögn vísindamannanna er ætlunin að skoða bora eftir jarðsýnum á Grænlandi næstu tvær til þrjár vikurnar. Hópurinn er á vegum Jarðfræðistofnunnar Danmerkur og Grænlands (Geological Survey of Denmark and Greenland) en borfyrirtækið Faxe Kalk mun sjá um boranir. Rannsóknirnar fara fram á Jameson landgrunninum skammt frá Constable Point en í hópnum eru sex vísindamenn, þar af tveir jarðfræðingar sem sjá um borun og tveir starfsmenn á rannsóknarstofu sem munu sjá um að greina sýnin. 
 
Þegar blaðamann bar að garði voru þeir í óða önn við að lesta Surprise. Þau komu til Ísafjarðar í gær og höfðu unnið nánast sleitulaust við að ferma frá því að þau komu. Þau virtust kunna vel við sig á Ísafirði. "Þetta er fallegur bær og gaman að heimsækja hann. Það var ekki upphaflega á áætlun að heimsækja Ísafjörð en búnaðurinn sem við vorum með var of þungur fyrir flugvélar þannig að við þurftum að flytja þetta með skipi. Við fundum engan skipstjóra á Akureyri til að flytja okkur yfir í gegnum ísinn, við þurftum að koma til Ísafjarðar til að finna alvöru skipstjóra sem var tilbúinn að flytja þetta", segja vísindamennirnir. þess má ennfremur geta að IS 46 var lengiá skipum Hrannar H/F sem að báru nöfin Guðbjörg  skipstjóri i ferðinni til Grænlands er Arnar Kristinsson útgerðarmaður Surprise is 46 Heimild BB.IS

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is