Vísir hf. í Grindavík hefur breytt um nafn á Hrungnir GK 50 og heitir það í dag Fjölnir SU 57 og hafði í millitíðinni í nokkra daga nafnið Fjölnir GK 50. En hvers vegna var nafninu breytt. Til að fá vitneskju um það höfðu stjórnendur síðunnar samband við Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóra Vísis og hafði hann þetta um málið að segja: Það hefur staðið lengi til að breyta nafninu þar sem Fjölnis nafnið hefur fylgt Vísi alla tíð, nöfnin á bátunum núna eru öll tengd Vísisfjölskyldunni. Skiljanlegt er að menn taki eftir nafnabreytingunni þar sem skipið hefur borið sama nafnið í 28 ár, í dag heitir skipið Fjölnir SU 57 og er skráð á Djúpavogi.
237. Fjölnir SU 57 ex Fjölnir GK 50 ex Hrungnir GK 50 © mynd Emil Páll 2008
237. Fjölnir SU 57, mynd Kjartan Viðarsson