14.08.2008 21:28

SEIGLA hlýtur 1 verðlaun i Noregi


                       Solberg T-3-K © Mynd þorgeir Baldursson 
Hérna má sjá einn af þessum bátum og hérna neðar á siðunni má sjá viðtal við Pál Steingrimsson  skipstjóra sem að sigldi svona bát til Noregs i vetur sem leið

Skipasmíðifyrirtækið Seigla ehf hlaut fyrstu verðlaun fyrir þá nýjung að útbúa hraðfiskibáta með fellikjöl, á sjávarútvegssýningunni Norfishing 2008 sem nú stendur yfir í Þrándheimi.Seigla ehf var eitt þriggja fyrirtækja sem valin voru úr hópi fyrirtækja fyrir tækninýjungar. Þetta kemur fram á vefnum skip.is
Verðlaunin eru listaverk eftir norska listamanninn Karl Erik Harr, ásamt 100.000 NOK og voru þau afhent af norska sjávarútvegsráðherranum, Helgu Pedersen, við hátíðlega athöfn um borð í hafrannsóknarskipinu G.O. Sars.  Fellikjölurinn hefur verið í þróun hjá Seiglu ehf. í nokkur ár og hefur verið settur í alla stærri báta hjá fyrirtækinu nánast frá upphafi.Kjölinn er hægt að setja niður þegar báturinn er á veiðum og draga inn þegar hann er á siglingu. Með því að draga kjölinn inn eykst hraði og viðnám minnkar sem leiðir af sér minni olíueyðslu.  Þá segir á vefnum að þannig aukist stjórnhæfni bátsins, beygjuradíus minnki, rek minnki stórlega og starfsumhverfi starfsmanna um borð verði þægilegra.Seiglubátar hafa verið í boði með þennan búnað hér á Íslandi í mörg ár en undanfarið hafa Norðmenn veitt þessu mikla athygli. Þegar er búið að afhenda nokkra báta frá Seiglu til Noregs, nokkrir eru í smíðum og fyrirliggjandi eru samningar um fleiri Heimild skip.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3707
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122833
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54
www.mbl.is