18.08.2008 07:45

Vilja Hilmir ST burt

Eins og sést á frétt þessari út BB á Ísafirði þá vilja Strandamennn nú að hætt verði við að varðveita Hilmi ST 1, en í raun ættu Keflvíkingar að varðveita bátinn því hann hafði skipanúmerið 1 hjá Dráttarbraut Keflavíkur árið 1942
Hilmir St-1. Mynd: Jón Jónsson / strandir.is.
Hilmir St-1. Mynd: Jón Jónsson / strandir.is.

bb.is | 18.08.2008 | 07:11Hilmir verði fjarlægður

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur farið fram á það við félagið Mumma ehf., sem stofnað var til að varðveita bátinn Hilmi ST-1, að báturinn verði fjarlægður af höfðanum á Hólmavík, þar sem hann hefur staðið frá því hann var dreginn á land fyrir rúmum áratug. Þetta kemur fram á Strandavefnum. Samkvæmt úttekt skipatæknifræðings mun báturinn ónýtur og líklega auðveldara og ódýrara að smíða nýjan bát frekar en að endurbyggja þann gamla. " Staðsetning Hilmis var á sínum tíma nokkuð umdeild og reyndar er óhætt að fullyrða að hún hafi verið það alla tíð. Skipið hefur þó vissulega sett svip á bæinn og vakið athygli ferðamanna og gesta. Hilmir hefur einu sinni verið málaður eftir að hann kom á land, en er nú verulega farinn að láta á sjá og aldrei hefur verið gengið að fullu frá umhverfinu í kringum bátinn, en þar var á sínum tíma skipulagt grænt svæði sem átti að vera í umsjón sveitarfélagsins", segir á strandir.is.

Er félaginu gert að fjarlægja Hilmi fyrir árslok.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3707
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122833
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54
www.mbl.is