18.08.2008 22:03

Mettúr hjá Kiel NC 105


                                             ©Mynd þorgeir Baldursson 2007

745 tonn af flökum eftir 59 daga

 

Togarinn Kiel NC landaði í vikunni metafla, 745 tonnum af flökum í Hafnarfirði eftir 59 daga túr, og er aflaverðmætið um það bil 4,2 milljónir evra FOB eða í kringum 520 milljónir íslenskra króna, að því er Brynjólfur Oddsson skipstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir. Togarinn er gerður út af Deutsche Fishfang Union GmbH í Þýskalandi, dótturfélagi Samherja hf. ,,Til að byrja með vorum við í norsku lögsögunni við Bjarnarey en fluttum okkur svo yfir í Svalbarðalögsöguna og héldum okkur þar til enda túrsins. Upp úr sjó var aflinn milli 2.100 og 2.200 tonn og nánast eingöngu þorskur og eitthvað smávegis af ýsu, ufsa og hlýra. Yfirleitt var fiskurinn mjög góður. Um 40% af þorskflökunum flokkaðist sem "large" eða "extra larges" en annað var fiskur sem fór í stærri flokka. Megnið af flökunum fer á markað í Bretlandi.Það er 31 í áhöfn og allt hörkuduglegir menn enda hörkuvinna frá upphafi túrs til loka hans. Sérstaklega í ljósi þess að áhöfnin er fremur fullorðin. Ætli meðalaldurinn sé ekki 56 ár. Heimild Fiskifréttir

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3707
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122833
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54
www.mbl.is