Smíðuð í Póllandi og Akureyri 1981, Hét fyrst Þórunn Hyrna EA-42, þegar hún var í eigu Slippstöðvarinnar á Akureyri, seld 17. des. 1981 Sjávarborg h/f í Sandgerði og fékk nafnið Sjávarborg GK-60. stærð 452 brl. vél 1800 ha Wichmann. Skipið var selt héðan til Svíþjóðar, fyrst bar það nafnið Santos GG 361 síðan Sette Mari GG 59 og svo Monsun GG 934 og var alltaf skráð í Gautaborg, árið 2007 var það selt til Kotka í Finnlandi og heitir þar Karelia FIN 133K og er nú til sölu. Árið 1999 var skipt um vél í skipinu og sett í það 2650 ha. Wartsila.