20.08.2008 21:06

Katrín SH komin úr lengingu

Plastbáturinn Katrín SH 575 sem er að gerðinni Víkingur 1340 var í sumar lengdur hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Heppnaðist lengingin það vel að annað systurskip hans aflaskipið Bárður SH frá Arnarstapa mun trúlega í næsta mánuði fara í samskonar lengingu hjá Sólplasti. Annars þurfa þeir hjá því fyrirtæki ekki að kvarta yfir verkefnaleysi því nú eru þeir að hefja breikkun og fleiri breitingar á Arnþóri EA ex Bresa AK, en hann er nú frá Eyrarbakka, auk ýmissa annarra lagfræðinga og breitinga á plastbátum, svo og nýsmíði, en Muggur KE 57 er nýjasta nýsmíði þeirra og var birt mynd af honum hér er hann fór í reynslusiglingu sína. Birtum við hér myndir af Katrínu bæði fyrir og eftir lenginguna, sem Sigurborg Andrésdóttir tók og lánaði okkur og sendum við henni bestu þakkir fyrir.

                                      2457. Katrín SH 575 fyrir lengingu

        2457. Katrín SH 575 eftir lengingu © myndir Sigurborg Andrésdóttir 2008

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is