20.08.2008 21:48

Stærsta skúta á Íslandi

Skútan er 61 fet og því hin stærsta á Íslandi.
Skútan er 61 fet og því hin stærsta á Íslandi.
Skúta Rafns vakti mikla athygli meðal heimamanna þegar hún sigldi inn Skutulsfjörðinn.
Skúta Rafns vakti mikla athygli meðal heimamanna þegar hún sigldi inn Skutulsfjörðinn.
Rafn (til hægri ásamt syni sínum) var að vonum ánægður með kaupin. Hann segir skútuna verða fyrst og fremst hobbí og heimili.
Rafn (til hægri ásamt syni sínum) var að vonum ánægður með kaupin. Hann segir skútuna verða fyrst og fremst hobbí og heimili.

bb.is | 20.08.2008 | 13:25Stærsta skúta á Íslandi

Stærsta skúta á Íslandi sigldi inn Skutulsfjörðinn í morgun og lagðist upp við bryggju í sinni nýju heimahöfn. Það var Rafn Pálsson sem keypti þetta glæsilega fley í Hollandi en það er 61 fet sem gerir þetta að stærstu skútu landsins. Hún er einu feti stærri en Aurora, skúta Borea adventures sem einnig hefur Ísafjörð sem heimahöfn. Að sögn Rafns gekk siglingin frá Hollandi til Íslands frá Hollandi vel en hún tók um sjö daga. Rafn vill sem minnst tjá sig um kaupverðið á skútunni sem er tólf ára gömul, byggð 1996. "Ég ætla að búa í henni", svarar Rafn þegar hann er spurður út í hvað hann hyggst nota skútuna í, "Það má vel vera að ég noti hana eitthvað í að sigla um svæðið en skútan verður samt fyrst og fremst hobbí og heimili". HEIMILD BB, ÍSAFIRÐI

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1080
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019546
Samtals gestir: 49950
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:38:04
www.mbl.is